
Saga - Menning - Samhengi - Trú
Biblían á mannamáli er daglegt hlaðvarp, þar sem við lesum Nýja testamentið saman og ræðum textann á einföldu, skýru og lifandi máli. Við tengjum Gamla og Nýja testamentið; rýnum í Biblíuna með kærleikann að leiðarljósi; eigum viðtal við alls konar fólk og hressum upp á sálartetrið með góðu gullkorni hvern dag. Markmiðið er að gera þennan forna texta, sem hefur mótað menningu okkar og sögu, aðgengilegan fyrir alla.

Þú ræður ferðinni
Við erum hópur fólks á öllum aldri, alls staðar af landinu, sem erum á ferðalagi saman um lendur og leyndardóma Biblíunnar. Þetta er samt sem áður þitt ferðalag og þú ræður ferðinni hjá þér.
Hver þáttur hefur að geyma gullmola dagsins, sem alltaf er gott að hlusta á, þó svo þú náir ekki að hlusta á neitt annað þann daginn. Þú getur hlustað á hluta hvers þáttar, eða allan þáttinn og ef þú sleppir einhverjum dögum, þá má alltaf hlusta á þá síðar. Auk daglegra þátta, fylgja með stakir þættir frá árinu 2025. Í upphafi hvers árs, byrjum við svo upp á nýtt. Þó svo áherslubreytingar verði milli ára, þá muntu alltaf geta fundið samhengið og séð heildarmyndina.
Það er alltaf hægt að hlusta á alla þættina hér á halldorlar.is og á öllum helstu hlaðvarpsveitum, eins og til dæmis Apple Podcasts; Spotify og Podbean App. Velkomin/nn í hópinn og góða ferð!

Okkar samhengi
Um aldir hefur Biblían talað inn í samfélag fólks um víða veröld og mótað heilu menningarheimana. Ísland er þar engin undantekning og óhætt er að segja, að margt af því besta sem við eigum í okkar menningu á rætur sínar í boðskap Biblíunnar.
Þekking á Biblíunni og því hvað hún gefur okkur, hefur verið á nokkru undanhaldi í samfélaginu undanfarin ár. Þegar grefur undan þekkingu og skilningi, getur losnað um samfélagslímið og ýmiss gildi látið undan síga. Í þáttunum skoðum við samhengi hlutanna.
En það eru ekki aðeins samfélagsleg gildi sem Bibilían gefur, heldur einnig ríka sýn á trú og andlegt líf. Fjöldi Íslendinga leitar andlegs jafnvægis og friðar; unga fólkið leitar í trúna og kirkjuna eftir tilgangi og leiðsögn. Umfjöllunarefni þáttanna er meðal annars þetta andlega líf og ræktun þess. Biblían er lesin með linsu kærleikans.

Kaffibollar og bækur
Daglegt hlaðvarp kostar auðvitað sitt, en "Biblían á mannamáli" er frítt hlaðvarp, fyrir alla landsmenn. Fyrir áhugasama, er þó hægt að styðja við hlaðvarpið með kaupum á einum eða fleiri kaffibollum.
Þið smellið á Kaffibollar hlekkinn í stikunni efst á síðunni. "Buy me a coffee" síðan, býður ekki enn upp á færslur í ísl. krónum, og því birtist upphæðin í US Dollurum. Hægt er að styðja hlaðvarpið með eingreiðslu, eða mánaðarlega, og er þá hakað í viðkomandi reit. Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn!
Ef þú vilt góðar bækur til að lesa, eða hlusta á, þá smellirðu á Bækur hlekkinn efst á síðunni. Þá færist þú yfir á "Buy me a coffee" síðuna og og sérð strax það efni sem er í boði. Af sömu ástæðu og með kaffibollana, þá birtist verðið í US Dollurum. Fyrir þau sem eru utan Íslands, er mælt með að versla frekar á Amazon.com
Episodes

Saturday Sep 20, 2025
#21 Á bak við tjöldin 2 - Taktu rauðu pilluna
Saturday Sep 20, 2025
Saturday Sep 20, 2025
Í þættinum er fjallað um það vald sem virkar bak við tjöldin. Með myndrænum samanburði við kvikmyndina Matrix er rætt um val milli bláu og rauðu pillunnar, eða andlegrar uppgötvunar, og hvað það þýðir fyrir einstaklinga og samfélagið í heild.
Rætt er um ábyrgð okkar gagnvart ungu fólki, framtíð landsins, um trú, von og aðgerðir til að færa meira ljós og líf í landið — hvatning til að velja lífið og vinna saman að betri heimi.

Sunday Sep 07, 2025
#20 Á bak við tjöldin: Andlegt vald og vonin um betri heim
Sunday Sep 07, 2025
Sunday Sep 07, 2025
Í þessum þætti af Betri heimur skoðum við áhrifavaldana „bak við tjöldin“, falskt sjálf og speki þessarar aldar sem mótar hugsun og hegðun.
Hlustendur eru hvattir til að leita opinberunar Guðs og láta kærleika og sannleika móta lífið. Njóttu ferðalagsins.

Saturday Aug 23, 2025
#19 Hvaða fyrirbæri er ríki Guðs? 2
Saturday Aug 23, 2025
Saturday Aug 23, 2025
Í þessum þætti af Betri heimur skoðum við betur merkingu Guðsríkisins, hvernig Jesús kom með og boðar nýtt heimsfyrirkomulag; hvernig það byrjar í hjörtum einstaklinga og breiðist um heiminn. Ríki Guðs er ekki guðræði með klerkastjórn: nei, stjórnarhættir Jesú eru mikið öðruvísi.
Rætt er um tengsl Gamla og Nýja testamentisins, uppfyllingu spádóma, stjórnunarhætti Guðs og vonina um að himinn og jörð verði eitt — og hvað þetta kallar okkur til að rækta innra líf og vinna að betri heimi.

Thursday Aug 14, 2025
#18 Hvaða fyrirbæri er ríki Guðs? 1
Thursday Aug 14, 2025
Thursday Aug 14, 2025
Í þessum þætti af Betri heimur ræðum við um Guðs ríki, reynum að skilgreina það í mjög stuttu máli og byrjum að skoða hvernig það gerir heiminn betri.
Þátturinn hvetur okkur til að rifja upp kristnu söguna okkar, leita nærveru Guðs, biðja og vinna að réttlæti, friði og kærleika.

Sunday Jul 13, 2025
#17 Nú er tíminn
Sunday Jul 13, 2025
Sunday Jul 13, 2025
Í þessum þætti af Betri Heimur fjallar þáttastjórnandinn um hvernig við getum lagt okkar af mörgum til betri heims. Hann beinir sjónum að því hvernig stórar sem smáar "sögur" móta heimsmynd okkar. Í umróti samtímans er nauðsynlegt að staldra við og endurskoða hvað hægt er að gera til að bæta heiminn.
Þátturinn skoðar hvernig einstaklingshyggja, neysluhyggja, siðferðisleg afstæðishyggja og önnur einkenni nútíma heimsmyndar hafa áhrif á samfélagið og hvernig kristin trú getur verið lykillinn að betri framtíð. Með kærleikann sem leiðarljós kallar þáttastjórnandinn eftir innri umbreytingu til að ná fram betri heimi.

Friday Jul 04, 2025
#16 Ísrael-Palestína 5: Mun hatrið sigra?
Friday Jul 04, 2025
Friday Jul 04, 2025
Stór-Muftinn í Jerúsalem: Í þessum lokaþætti um Ísrael-Palestínu er fjallað um eðli þeirrar baráttu sem bæði upphafsmenn palestínskrar hugmyndafræði og palestínsk stjórnvöld standa fyrir. Snýst hún um land, eða eitthvað allt annað?
Samskiptin milli trúar og stjórnmála í Palestínu: Við greinum frá því hvernig frumkvöðlar palestínskrar hugmyndafræði ólu á hatri en ekki friðarumleitunum. Hver voru tengsl nasista og leiðtoga Palestínumanna? Hvar stendur Hamas í öllu þessu?

Wednesday Jun 25, 2025
#15 Ísrael-Palestína 4: Er verið að umskrifa mannkynssöguna?
Wednesday Jun 25, 2025
Wednesday Jun 25, 2025
Í þessum þætti af 'Betri Heimur' er tekið á sögulegum staðreyndum um ríki Palestínu og staðhæfingum um nýlendustjórn Gyðinga. Um hvað snýst deila Ísraels og Palestínumanna í raun og veru. Hvernig teygir baráttan anga sína alla leið í líf og huga okkar Vesturlandabúa? Hver er munurinn á mannkynssögunni og umskrifaðri mannkynssögu?

Saturday Jun 14, 2025
#14 Ísrael-Palestína 3: Aðgerðir Hadríanusar keisara og rétturinn til landsins.
Saturday Jun 14, 2025
Saturday Jun 14, 2025
Í þessum þætti af podcastinu Betri Heimur er áfram fjallað um flókna sögu Ísraels og Palestínu. Við ræðum sögulegar staðreyndir og leyfum þeim að varpa ljósi á deilurnar um réttarstöðu þjóðanna. Er virkilega til hópur fólks sem vill aðskilja Gyðinga frá Ísrael og útiloka þá sem þjóð í landinu og er það mögulegt að sagan sé viljandi brengluð til að ná fram því markmiði? Í þættinum fáum við svar og brenglunin byrjar strax með Hadríanusi keisrara.
