
Saga - Menning - Samhengi - Trú
Biblían á mannamáli er daglegt hlaðvarp, þar sem við lesum Nýja testamentið saman og ræðum textann á einföldu, skýru og lifandi máli. Við tengjum Gamla og Nýja testamentið; rýnum í Biblíuna með kærleikann að leiðarljósi; eigum viðtal við alls konar fólk og hressum upp á sálartetrið með góðu gullkorni hvern dag. Markmiðið er að gera þennan forna texta, sem hefur mótað menningu okkar og sögu, aðgengilegan fyrir alla.

Þú ræður ferðinni
Við erum hópur fólks á öllum aldri, alls staðar af landinu, sem erum á ferðalagi saman um lendur og leyndardóma Biblíunnar. Þetta er samt sem áður þitt ferðalag og þú ræður ferðinni hjá þér.
Hver þáttur hefur að geyma gullmola dagsins, sem alltaf er gott að hlusta á, þó svo þú náir ekki að hlusta á neitt annað þann daginn. Þú getur hlustað á hluta hvers þáttar, eða allan þáttinn og ef þú sleppir einhverjum dögum, þá má alltaf hlusta á þá síðar. Auk daglegra þátta, fylgja með stakir þættir frá árinu 2025. Í upphafi hvers árs, byrjum við svo upp á nýtt. Þó svo áherslubreytingar verði milli ára, þá muntu alltaf geta fundið samhengið og séð heildarmyndina.
Það er alltaf hægt að hlusta á alla þættina hér á halldorlar.is og á öllum helstu hlaðvarpsveitum, eins og til dæmis Apple Podcasts; Spotify og Podbean App. Velkomin/nn í hópinn og góða ferð!

Okkar samhengi
Um aldir hefur Biblían talað inn í samfélag fólks um víða veröld og mótað heilu menningarheimana. Ísland er þar engin undantekning og óhætt er að segja, að margt af því besta sem við eigum í okkar menningu á rætur sínar í boðskap Biblíunnar.
Þekking á Biblíunni og því hvað hún gefur okkur, hefur verið á nokkru undanhaldi í samfélaginu undanfarin ár. Þegar grefur undan þekkingu og skilningi, getur losnað um samfélagslímið og ýmiss gildi látið undan síga. Í þáttunum skoðum við samhengi hlutanna.
En það eru ekki aðeins samfélagsleg gildi sem Bibilían gefur, heldur einnig ríka sýn á trú og andlegt líf. Fjöldi Íslendinga leitar andlegs jafnvægis og friðar; unga fólkið leitar í trúna og kirkjuna eftir tilgangi og leiðsögn. Umfjöllunarefni þáttanna er meðal annars þetta andlega líf og ræktun þess. Biblían er lesin með linsu kærleikans.

Kaffibollar og bækur
Daglegt hlaðvarp kostar auðvitað sitt, en "Biblían á mannamáli" er frítt hlaðvarp, fyrir alla landsmenn. Fyrir áhugasama, er þó hægt að styðja við hlaðvarpið með kaupum á einum eða fleiri kaffibollum.
Þið smellið á Kaffibollar hlekkinn í stikunni efst á síðunni. "Buy me a coffee" síðan, býður ekki enn upp á færslur í ísl. krónum, og því birtist upphæðin í US Dollurum. Hægt er að styðja hlaðvarpið með eingreiðslu, eða mánaðarlega, og er þá hakað í viðkomandi reit. Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn!
Ef þú vilt góðar bækur til að lesa, eða hlusta á, þá smellirðu á Bækur hlekkinn efst á síðunni. Þá færist þú yfir á "Buy me a coffee" síðuna og og sérð strax það efni sem er í boði. Af sömu ástæðu og með kaffibollana, þá birtist verðið í US Dollurum. Fyrir þau sem eru utan Íslands, er mælt með að versla frekar á Amazon.com
Episodes

Saturday Dec 13, 2025
Biblían á mannamáli — Daglegt ferðalag um textann
Saturday Dec 13, 2025
Saturday Dec 13, 2025
Í þessum þætti kynnum við til sögunnar nýja hlaðvarpsröð „Biblían á mannamáli“ — aðgengilega og daglega umfjöllun um Nýja testamentið með tengingu við Gamla testamentið. Hlaðvarpið hefur göngu sína í ársbyrjun 2026. Markmiðið er að skýra innihald og söguþráð Biblíunnar; finna lifandi og aðgengilegt innsæi; og draga fram gullkorn sem styrkja daglegt líf.
Hlaðvarpið er ætlað öllum, hvort sem er leitandi fólki, trúuðu fólki eða vantrúuðu. Allt sem þarf, er áhugi á einhverju eftirfarandi: menningu, sögulegu samhengi, heimspeki, tilvistarspurningum, trú, persónulegu þroskaferli eða Guði.

Thursday Nov 27, 2025
#28 Æðri veruleiki: Lögmál Lífsins Anda
Thursday Nov 27, 2025
Thursday Nov 27, 2025
Í þættinum ræðir Halldór um það hvernig kristin trú og nýjar vísindalegar uppgötvanir, einkum í skammtafræði, geta leitt til dýpri andlegrar reynslu og betri heims.
Hann fjallar um vitundarvakningu, Guðsríki, sem er hér og nú, og hvernig bæn, fókus og innri athygli geta breytt lífi okkar og samfélagi.
Þátturinn hvetur hlustendur til að opna huga og hjarta fyrir nýrri sýn á tilveruna og taka þátt í ferðalagi að meiri friði, hamingju og tilgangi.

Sunday Nov 16, 2025
#27 Skammtafræði og trú: Hvað ef?
Sunday Nov 16, 2025
Sunday Nov 16, 2025
Hvað ef trú og andlegt líf er ekki bara einhver mannlegur tilbúningur, heldur nákvæmlega eins og allt í veröldinni virkar? Í þættinum eru niðurstöður "Tveggja raufa tilraunar" skammtafræðinnar skoðaðar í ljósi trúarinnar. Athygli, hugsun, orð og bæn eru kraftar sem móta reynsluheim okkar.
Nútíma vísindi skammtafræðinnar virðast styðja við alda gamlan vísdóm Biblíunnar, um mikilvægi innra lífs og endurnýjunar hugarfarsins, sem stuðlar að persónulegum vexti og betri heimi.

Sunday Nov 09, 2025
#26 Skammtafræði, trú og kraftaverk: Einstein og dansinn
Sunday Nov 09, 2025
Sunday Nov 09, 2025
Velkomin í podkastið Betri heimur, hlaðvarp fyrir lífið. Í þessum þætti ræðum við tengsl kristinnar trúar og nýrra niðurstaðna úr skammtafræði, og hvernig þetta getur opnað augu okkar fyrir óendanlegum möguleikum mannsandans.
Við fjöllum um bæn, kraftaverk, orsakasamhengi og hvernig vísindin eru að sýna að veruleikinn er tengdur á mjög svo óvænta vegu — með áherslu á, að allt þetta getur gert heiminn betri.

Saturday Nov 01, 2025
#25 Kanínuholan: Trú og Skammtafræði
Saturday Nov 01, 2025
Saturday Nov 01, 2025
Í þessum þætti af Betri Heimur, fer höfundur í ferðalag um innra líf kristinnar trúar og tengir það við nýjustu rannsóknir í skammtafræðum vísindanna.
Fjallað er um það hvernig andleg vitund, nærvera Guðs og vísindalegar niðurstöður geta opnað dyr að öðrum veruleika og breytt lífi okkar til hins betra — bæði persónulega og okkar allra sem samfélag. Velkomin í Betri Heim.

Saturday Oct 25, 2025
#24 Ný veröld er að birtast: Rauða pillan skiptir sköpum
Saturday Oct 25, 2025
Saturday Oct 25, 2025
Í þessum þætti leggjum við af stað í mjög svo spennandi ferðalag. Skammtafræðin (Quantum physics) er að sýna okkur að þeir möguleikar sem Biblían kennir okkur um andlegt líf, eru svo sannarlega raunverulegir. Vitundarvakning og andlegt líf breytir bæði okkur og heiminum til hins betra.
Við fjöllum um hugtök eins og fals-sjálf og hliðarveruleika, sem mikilvægt er að skilja. Við skoðum ekki aðeins Biblíuna heldur einnig nýjustu vísindarannsóknir sem styðja möguleika andlegrar reynslu og innri umbreytingar í veröldinni. Nú förum við inná við. Njóttu ferðalagsins!

Saturday Oct 04, 2025
#23 Á bak við tjöldin 4 - Stjórnendur Matrixins
Saturday Oct 04, 2025
Saturday Oct 04, 2025
Nú eru stjórnendur Matrixins nefndir með nafni og verkan þeirra skoðuð. Þátturinn kallar okkur til vakningar: sjá, hlusta og treysta, svo ljósið nái að sigra og frelsið fram að ganga. Það er leiðin til betri heims.

Saturday Sep 27, 2025
#22 Á bak við tjöldin 3 - Úr Matrixi í Undralandið
Saturday Sep 27, 2025
Saturday Sep 27, 2025
Þessi þáttur fjallar um kristna sýn á „heimskerfi“ sem halda mannkyninu í blindu og myrkri – notað er myndmál Matrix til að lýsa ósýnilegum öflum (mammon, vald, satan) sem fjötra okkur og taka frá okkur frelsið sem Guð ætlaði. Þarna er ekki allt sem sýnist.
Við förum aðeins yfir mismuninn á lífi í Guði og lífi án Guðs, og boðið er upp á ferðalag uppgötvunar kærleika og frelsis – leið að betri heimi fyrir alla.
