
Saga - Menning - Samhengi - Trú
Biblían á mannamáli er daglegt hlaðvarp, þar sem við lesum Nýja testamentið saman og ræðum textann á einföldu, skýru og lifandi máli. Við tengjum Gamla og Nýja testamentið; rýnum í Biblíuna með kærleikann að leiðarljósi; eigum viðtal við alls konar fólk og hressum upp á sálartetrið með góðu gullkorni hvern dag. Markmiðið er að gera þennan forna texta, sem hefur mótað menningu okkar og sögu, aðgengilegan fyrir alla.

Þú ræður ferðinni
Við erum hópur fólks á öllum aldri, alls staðar af landinu, sem erum á ferðalagi saman um lendur og leyndardóma Biblíunnar. Þetta er samt sem áður þitt ferðalag og þú ræður ferðinni hjá þér.
Hver þáttur hefur að geyma gullmola dagsins, sem alltaf er gott að hlusta á, þó svo þú náir ekki að hlusta á neitt annað þann daginn. Þú getur hlustað á hluta hvers þáttar, eða allan þáttinn og ef þú sleppir einhverjum dögum, þá má alltaf hlusta á þá síðar. Auk daglegra þátta, fylgja með stakir þættir frá árinu 2025. Í upphafi hvers árs, byrjum við svo upp á nýtt. Þó svo áherslubreytingar verði milli ára, þá muntu alltaf geta fundið samhengið og séð heildarmyndina.
Það er alltaf hægt að hlusta á alla þættina hér á halldorlar.is og á öllum helstu hlaðvarpsveitum, eins og til dæmis Apple Podcasts; Spotify og Podbean App. Velkomin/nn í hópinn og góða ferð!

Okkar samhengi
Um aldir hefur Biblían talað inn í samfélag fólks um víða veröld og mótað heilu menningarheimana. Ísland er þar engin undantekning og óhætt er að segja, að margt af því besta sem við eigum í okkar menningu á rætur sínar í boðskap Biblíunnar.
Þekking á Biblíunni og því hvað hún gefur okkur, hefur verið á nokkru undanhaldi í samfélaginu undanfarin ár. Þegar grefur undan þekkingu og skilningi, getur losnað um samfélagslímið og ýmiss gildi látið undan síga. Í þáttunum skoðum við samhengi hlutanna.
En það eru ekki aðeins samfélagsleg gildi sem Bibilían gefur, heldur einnig ríka sýn á trú og andlegt líf. Fjöldi Íslendinga leitar andlegs jafnvægis og friðar; unga fólkið leitar í trúna og kirkjuna eftir tilgangi og leiðsögn. Umfjöllunarefni þáttanna er meðal annars þetta andlega líf og ræktun þess. Biblían er lesin með linsu kærleikans.

Kaffibollar og bækur
Daglegt hlaðvarp kostar auðvitað sitt, en "Biblían á mannamáli" er frítt hlaðvarp, fyrir alla landsmenn. Fyrir áhugasama, er þó hægt að styðja við hlaðvarpið með kaupum á einum eða fleiri kaffibollum.
Þið smellið á Kaffibollar hlekkinn í stikunni efst á síðunni. "Buy me a coffee" síðan, býður ekki enn upp á færslur í ísl. krónum, og því birtist upphæðin í US Dollurum. Hægt er að styðja hlaðvarpið með eingreiðslu, eða mánaðarlega, og er þá hakað í viðkomandi reit. Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn!
Ef þú vilt góðar bækur til að lesa, eða hlusta á, þá smellirðu á Bækur hlekkinn efst á síðunni. Þá færist þú yfir á "Buy me a coffee" síðuna og og sérð strax það efni sem er í boði. Af sömu ástæðu og með kaffibollana, þá birtist verðið í US Dollurum. Fyrir þau sem eru utan Íslands, er mælt með að versla frekar á Amazon.com
Episodes

Thursday Apr 10, 2025
#5 Dulrænir spádómar og páskaboðskapurinn
Thursday Apr 10, 2025
Thursday Apr 10, 2025
Í þessum þætti af "Betri Heimur" er farið í ítarlega skoðun á því hvernig Biblían og kristin trú tengjast andlegri rækt og vitundarvakningu, meðal annars í samhengi við páska. Páskar eru tími endurlausnar, sem Biblían fjallar um frá fyrstu síðum til þeirra síðustu.
Umsögnin tekur fyrir hvernig saga Hebreanna sýnir guðlega lausn frá fjötrum og hvernig þetta endurspeglast í krossfestingu Jesú og upprisu hans. Spádómar og myndir um atburði páskanna eru upptök og megininntak þessa þáttar.

Friday Apr 04, 2025
#4 Heimur í Heljargreipum: Hvað Getum Við Lært af Biblíunni?
Friday Apr 04, 2025
Friday Apr 04, 2025
Í þessum þætti af "Betri Heimur" förum við í dýptina á því hvernig Biblían getur leiðbeint okkur í hvers kyns áskorunum nútímans. Við könnum áhrif kristinnar trúar á betri heim og berum saman við ríkjandi hugmyndafræði um himin og jörð.
Rætt er um hvernig megi beita visku Guðs orðs til að takast á við heimsatburði, álykta hvernig samfélagið hefur þróast og hvað við getum gert til að stuðla að betri heimi. Við skoðum einnig hvað Guðs ábyrgð, verk og kærleikur fela í sér, og hvernig við getum frjálslega valið að efla gott í okkar daglega lífi.

Thursday Mar 27, 2025
#3 Leyndarmál Biblíunnar: Dýrmæta Perlan Sem Breytir Öllu
Thursday Mar 27, 2025
Thursday Mar 27, 2025
Í þessum áhugaverða þætti fáum við að rannsaka visku Biblíunnar og efni hennar sem hefur mótað vestræna menningu í gegnum aldirnar. Við ræðum um hvernig kristin trú snýst ekki eingöngu um ytri trú heldur einnig um líf, hugleiðslu og andlega reynslu.
Þátturinn skoðar hvernig sögur og bækur Biblíunnar er samofnar daglegu lífi okkar og hvernig við getum nýtt boðskap hennar til að bæta okkur sjálf og breyta heiminum til hins betra.

Friday Mar 21, 2025
#2 Myrkur eða Ljós - Um Þýðingu og Áhrif Biblíunnar á Lífið
Friday Mar 21, 2025
Friday Mar 21, 2025
Hlýddu á skemmtilegt ferðalag þar sem kristin trú leiðir okkur í gegnum mannrækt og hugleiðslu. Margir álíta að trúin eigi ekki mikið upp á pallborðið, en hér skoðum við hversu dýrmæt og áhrifarík hún getur verið í að bæta bæði innra líf og þann heim sem við lifum í. Með áherslu á opinn huga og líf sem er fullt af kærleika, færum við okkur í átt að betri heimi. Við könnum hvernig gamlar ritningar og sögur kunna að gefa nýjan skilning í ljósi Jesú Krists, þar sem myrkur hverfur og ljós kærleikans stafar.

Friday Mar 14, 2025
#1 Kynningarþáttur
Friday Mar 14, 2025
Friday Mar 14, 2025
Í fyrsta þætti af Betri Heimur hlaðvarpinu fá hlustendur innsýn í hvernig kristin trú hefur upp á andlega rækt og innra líf sem margir hafa álitið takmarkaði. Þátturinn leggur nýja áherslu á kristna trú sem einingu af kærleik og innri þroska.
Ferðalag í gegnum dulda lendardóma kristinnar trúar er fyrirhugað – hvernig bíblían og kenningar úr henni geta varpað ljósi á innri lifun. Hlaðvarpið teflir fram spurningum um raunverulegan kærleika, afl hans í lífinu okkar, og hvernig hann tengist kyrrvitund innan kristinna hefða.
Í þáttunum er einnig unnið með neikvæðar upplifanir sem geta komið frá trúarbrögðum, með meðvitaðri leit að þeim boðskapi sem færir frelsi og gleði inn í lífið. Þessi þáttur stendur sem kynning fyrir komandi umræður sem leitast við að bæta heiminn, til hagsbóta fyrir alla.
