
Saga - Menning - Samhengi - Trú
Biblían á mannamáli er daglegt hlaðvarp, þar sem við lesum saman í Nýja testamentinu og ræðum textann á einföldu, skýru og lifandi máli. Við tengjum Gamla og Nýja testamentið saman; rýnum í Biblíuna með kærleikann að leiðarljósi; eigum viðtal við alls konar fólk og hressum upp á sálartetrið með góðu gullkorni hvern dag. Markmiðið er að gera þennan forna texta, sem hefur mótað menningu okkar og sögu, aðgengilegan fyrir alla.
1) Þegar þú gerist áskrifandi, færðu sendan tölvupóst á netfangið sem þú gefur upp þegar skráir þig. Tölvupósturinn er frá Halldóri Lár og heitir „Pöntunin er staðfest“. Ef þú finnur ekki tölvupóstinn í „innhólfinu“ ættir þú að athuga hvort hann hafi farið í rusl póst (Trash/Junk) eða jafnvel lent í Spam pósthólf. Í póstinum er allar upplýsingar að finna um það hvernig þú skráir þig inn til að hlusta. Við mælum eindregið með því, að þú byrjir á því að finna þennan póst og það ætti að leysa öll mál.
2) Athugaðu að það er alltaf hægt að hlusta með því að skrá sig inn hér á síðunni, en það er líka hægt að vera með podcast app í símanum og skrá áskriftina þar. Þá koma allir nýir þættir sjálfkrafa inn í appið þitt. Við mælum með því að nýta podcast appið í símanum eða ipadinum þínum. Með því er auðvelt að flakka fram og til baka inn í þáttunum og ef síminn hringir, þá setur appið þáttinn sjálfkrafa á pásu og byrjar svo aftur eftir símtalið. Nánari upplýsingar um þetta eru í tölvupóstinum þínum og hér að neðan líka, fyrir bæði Apple og Android notendur.
Nánari upplýsingar um innskráningu:
3) Til þess að hlusta hér á síðunni, þá einfaldlega skráir þú þig inn í kassanum þar sem stendur „Þú ert ekki innskráð/ur, skráðu þig inn til að fá aðgang að læstu efni“ Þá setur þú netfangið (þitt (e-mail) inn og síðan lykilorð. Lykilorðið er það sama og þú valdir þér þegar pöntunin var gerð. Ef þú hefur gleymt lykilorðinu getur þú smellt á „Gleymt lykilorð“ og þá þarftu að setja inn netfangið þitt (e-mail) og færð nýtt lykilorð sent til þín.
4) Ef þú vilt skrá hlaðvarpið inn í appið í símanum þínum, þá verður þú að finna fyrrgreindan tölvupóst, sem vísað er til í lið 1) hér efst á síðunni, því hann hefur að geyma kóða sem þú skráir inn í appið. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um það hvernig þú setur hlaðvarpið í Android eða Apple/ipad tæki.
5) Ef ekkert gengur og þú finnur ekki póstinn þinn þá máttu endilega senda okkur póst í gegnum skilaboðagluggann hérna neðst á forsíðunni eða á netfangið biblianam@outlook.com og við leysum þetta saman.
Breyta notendaupplýsingum, kortanúmeri eða segja upp áskrift
Ekkert mál – sendu okkur póst á biblianam@outlook.com eða í gegnum „Senda skilaboð“ hérna á síðunni. Við svörum eins fljótt og hægt er með hlekk inn á „Þínar síður“ þar sem þú getur breytt hverju sem þú vilt.
