
Saga - Menning - Samhengi - Trú
Biblían á mannamáli er daglegt hlaðvarp, þar sem við lesum Nýja testamentið saman og ræðum textann á einföldu, skýru og lifandi máli. Við tengjum Gamla og Nýja testamentið; rýnum í Biblíuna með kærleikann að leiðarljósi; eigum viðtal við alls konar fólk og hressum upp á sálartetrið með góðu gullkorni hvern dag. Markmiðið er að gera þennan forna texta, sem hefur mótað menningu okkar og sögu, aðgengilegan fyrir alla.
Episodes

Saturday Sep 27, 2025
#22 Á bak við tjöldin 3 - Úr Matrixi í Undralandið
Saturday Sep 27, 2025
Saturday Sep 27, 2025
Þessi þáttur fjallar um kristna sýn á „heimskerfi“ sem halda mannkyninu í blindu og myrkri – notað er myndmál Matrix til að lýsa ósýnilegum öflum (mammon, vald, satan) sem fjötra okkur og taka frá okkur frelsið sem Guð ætlaði. Þarna er ekki allt sem sýnist.
Við förum aðeins yfir mismuninn á lífi í Guði og lífi án Guðs, og boðið er upp á ferðalag uppgötvunar kærleika og frelsis – leið að betri heimi fyrir alla.

No comments yet. Be the first to say something!