
Saga - Menning - Samhengi - Trú
Biblían á mannamáli er daglegt hlaðvarp, þar sem við lesum Nýja testamentið saman og ræðum textann á einföldu, skýru og lifandi máli. Við tengjum Gamla og Nýja testamentið; rýnum í Biblíuna með kærleikann að leiðarljósi; eigum viðtal við alls konar fólk og hressum upp á sálartetrið með góðu gullkorni hvern dag. Markmiðið er að gera þennan forna texta, sem hefur mótað menningu okkar og sögu, aðgengilegan fyrir alla.
Episodes

Sunday Nov 16, 2025
#27 Skammtafræði og trú: Hvað ef?
Sunday Nov 16, 2025
Sunday Nov 16, 2025
Hvað ef trú og andlegt líf er ekki bara einhver mannlegur tilbúningur, heldur nákvæmlega eins og allt í veröldinni virkar? Í þættinum eru niðurstöður "Tveggja raufa tilraunar" skammtafræðinnar skoðaðar í ljósi trúarinnar. Athygli, hugsun, orð og bæn eru kraftar sem móta reynsluheim okkar.
Nútíma vísindi skammtafræðinnar virðast styðja við alda gamlan vísdóm Biblíunnar, um mikilvægi innra lífs og endurnýjunar hugarfarsins, sem stuðlar að persónulegum vexti og betri heimi.

No comments yet. Be the first to say something!