
Saga - Menning - Samhengi - Trú
Biblían á mannamáli er daglegt hlaðvarp, þar sem við lesum Nýja testamentið saman og ræðum textann á einföldu, skýru og lifandi máli. Við tengjum Gamla og Nýja testamentið; rýnum í Biblíuna með kærleikann að leiðarljósi; eigum viðtal við alls konar fólk og hressum upp á sálartetrið með góðu gullkorni hvern dag. Markmiðið er að gera þennan forna texta, sem hefur mótað menningu okkar og sögu, aðgengilegan fyrir alla.
Episodes

Saturday Oct 25, 2025
#24 Ný veröld er að birtast: Rauða pillan skiptir sköpum
Saturday Oct 25, 2025
Saturday Oct 25, 2025
Í þessum þætti leggjum við af stað í mjög svo spennandi ferðalag. Skammtafræðin (Quantum physics) er að sýna okkur að þeir möguleikar sem Biblían kennir okkur um andlegt líf, eru svo sannarlega raunverulegir. Vitundarvakning og andlegt líf breytir bæði okkur og heiminum til hins betra.
Við fjöllum um hugtök eins og fals-sjálf og hliðarveruleika, sem mikilvægt er að skilja. Við skoðum ekki aðeins Biblíuna heldur einnig nýjustu vísindarannsóknir sem styðja möguleika andlegrar reynslu og innri umbreytingar í veröldinni. Nú förum við inná við. Njóttu ferðalagsins!

No comments yet. Be the first to say something!