
Saga - Menning - Samhengi - Trú
Biblían á mannamáli er daglegt hlaðvarp, þar sem við lesum Nýja testamentið saman og ræðum textann á einföldu, skýru og lifandi máli. Við tengjum Gamla og Nýja testamentið; rýnum í Biblíuna með kærleikann að leiðarljósi; eigum viðtal við alls konar fólk og hressum upp á sálartetrið með góðu gullkorni hvern dag. Markmiðið er að gera þennan forna texta, sem hefur mótað menningu okkar og sögu, aðgengilegan fyrir alla.
Episodes

Thursday Apr 24, 2025
#7 Upprisan og ný sköpun
Thursday Apr 24, 2025
Thursday Apr 24, 2025
Guð ætlar að leysa heiminn undan óréttlæti, illsku, dauða og sameina mannkynið sér - gera heiminn betri. Þess vegna kom Jesús Kristur og þess vegna gerðist það um páskana sem gerðist. Hann er frumburður margra og fyrirmynd fyrir nýtt mannkyn.
Sjúkdómur mannkynsins, eins og skýrt er í þættinum, er í dag ekki raunverulegt ástand heldur fylgikvillar þess að lifa fals-sjálfinu í matrixi myrkurs. Þátturinn hjálpar okkur að skilja raunverulegt inntak kristinnar trúar sem hefur gert heimsmyndina betri í nútíð og framtíð. Við erum öll á ferðalagi andlegrar uppgötvunar, sama hvar við kunnum að vera stödd núna.

No comments yet. Be the first to say something!