
Saga - Menning - Samhengi - Trú
Biblían á mannamáli er daglegt hlaðvarp, þar sem við lesum Nýja testamentið saman og ræðum textann á einföldu, skýru og lifandi máli. Við tengjum Gamla og Nýja testamentið; rýnum í Biblíuna með kærleikann að leiðarljósi; eigum viðtal við alls konar fólk og hressum upp á sálartetrið með góðu gullkorni hvern dag. Markmiðið er að gera þennan forna texta, sem hefur mótað menningu okkar og sögu, aðgengilegan fyrir alla.
Episodes

Friday May 09, 2025
#9 Kærleikur, kristin trú og heimsmyndin
Friday May 09, 2025
Friday May 09, 2025
Í þessum þætti af Betri Heimur höldum við áfram ferðalagi okkar um dulda leyndardóma kristinnar trúar þar sem við könnum hvernig kærleikurinn og lögmál Guðs kemur við sögu í dýpsta samhengi við okkar eigin líf og heimsmynd.
Við ræðum um það hvernig kristin trú byggir algjörlega á kærleikanum og hvernig hann getur verið leiðarljós í lífi okkar og samfélögum. Njóttu ferðalagsins þar sem Guð er kærleikur og leiðir okkur til frelsis, friðar og betri heims.

No comments yet. Be the first to say something!