
Saga - Menning - Samhengi - Trú
Biblían á mannamáli er daglegt hlaðvarp, þar sem við lesum Nýja testamentið saman og ræðum textann á einföldu, skýru og lifandi máli. Við tengjum Gamla og Nýja testamentið; rýnum í Biblíuna með kærleikann að leiðarljósi; eigum viðtal við alls konar fólk og hressum upp á sálartetrið með góðu gullkorni hvern dag. Markmiðið er að gera þennan forna texta, sem hefur mótað menningu okkar og sögu, aðgengilegan fyrir alla.
Episodes

Saturday Aug 23, 2025
#19 Hvaða fyrirbæri er ríki Guðs? 2
Saturday Aug 23, 2025
Saturday Aug 23, 2025
Í þessum þætti af Betri heimur skoðum við betur merkingu Guðsríkisins, hvernig Jesús kom með og boðar nýtt heimsfyrirkomulag; hvernig það byrjar í hjörtum einstaklinga og breiðist um heiminn. Ríki Guðs er ekki guðræði með klerkastjórn: nei, stjórnarhættir Jesú eru mikið öðruvísi.
Rætt er um tengsl Gamla og Nýja testamentisins, uppfyllingu spádóma, stjórnunarhætti Guðs og vonina um að himinn og jörð verði eitt — og hvað þetta kallar okkur til að rækta innra líf og vinna að betri heimi.

No comments yet. Be the first to say something!