
Saga - Menning - Samhengi - Trú
Biblían á mannamáli er daglegt hlaðvarp, þar sem við lesum Nýja testamentið saman og ræðum textann á einföldu, skýru og lifandi máli. Við tengjum Gamla og Nýja testamentið; rýnum í Biblíuna með kærleikann að leiðarljósi; eigum viðtal við alls konar fólk og hressum upp á sálartetrið með góðu gullkorni hvern dag. Markmiðið er að gera þennan forna texta, sem hefur mótað menningu okkar og sögu, aðgengilegan fyrir alla.
Episodes

Saturday Dec 13, 2025
Biblían á mannamáli — Daglegt ferðalag um textann
Saturday Dec 13, 2025
Saturday Dec 13, 2025
Í þessum þætti kynnum við til sögunnar nýja hlaðvarpsröð „Biblían á mannamáli“ — aðgengilega og daglega umfjöllun um Nýja testamentið með tengingu við Gamla testamentið. Hlaðvarpið hefur göngu sína í ársbyrjun 2026. Markmiðið er að skýra innihald og söguþráð Biblíunnar; finna lifandi og aðgengilegt innsæi; og draga fram gullkorn sem styrkja daglegt líf.
Hlaðvarpið er ætlað öllum, hvort sem er leitandi fólki, trúuðu fólki eða vantrúuðu. Allt sem þarf, er áhugi á einhverju eftirfarandi: menningu, sögulegu samhengi, heimspeki, tilvistarspurningum, trú, persónulegu þroskaferli eða Guði.

No comments yet. Be the first to say something!