
Saga - Menning - Samhengi - Trú
Biblían á mannamáli er daglegt hlaðvarp, þar sem við lesum Nýja testamentið saman og ræðum textann á einföldu, skýru og lifandi máli. Við tengjum Gamla og Nýja testamentið; rýnum í Biblíuna með kærleikann að leiðarljósi; eigum viðtal við alls konar fólk og hressum upp á sálartetrið með góðu gullkorni hvern dag. Markmiðið er að gera þennan forna texta, sem hefur mótað menningu okkar og sögu, aðgengilegan fyrir alla.
Episodes

Friday May 23, 2025
#11 Torah, Trúin og Sagan
Friday May 23, 2025
Friday May 23, 2025
Hlaðvarpið Betri heimur tekur hlustendur með sér í ferðalag um andlegar lendur og leyndardóma kristinnar trúar. Markmiðið er að leggja rækt við innra líf okkar og skapa betri heim. Þar er mikilvægt að skilja tengingu trúar, menningar og sögu.
Í þessum þætti er áherslan lögð á hvernig kristni og gyðingdómur móta menningu okkar og samfélag, ásamt því hvernig saga fyrri kynslóða hefur áhrif á núverandi ástand í heiminum, þar með í Ísrael.

No comments yet. Be the first to say something!